Tónasvif

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Friðrik A. Friðriksson

Nú býðst oss hin glaðasta tónatíð.
Taka skal lag eftir lag.
Hvort úti er sól eða svarrar hríð,
sumar er hér í dag.
Jafnt grátur sem hlátur á hljómsins braut
hefjast á ljúfleikans segulskaut
sindrar um þá sönghæðum frá.
sólskin er aldrei þraut.

Hlustið á stígandi, hóglega hnígandi
tónanna tæra hljóm.
Sál yðar leggjandi, ljúflega eggjandi
ljóð vor og róm.
Þá býðst oss hin glaðasta tónatíð.
Tónarnir berast um hvolfin víð.
Hvergi sem hér himininn er
brosandi og foldir fríð.